10:53
{mosimage}
(Sveinn hefur verið einn sterkasti leikmaður 2. deildarinnar)
Stjarnan í Garðabæ hefur fengið nýjan leikmann en það er Sveinn Ómar Sveinsson úr Haukum. Sveinn er 26 ára gamall framherji. Hann var einn efnilegasti leikmaður Hauka á sínum tíma en erfið meiðsli gerðu honum erfitt um vik. Hann lék með Haukum-B um nokkurt skeið og varð Íslandsmeistari með þeim 2005. Meistaraflokks ferill hans fór ekki af stað fyrr en í fyrra en þá lék hann 16 leiki í Iceland Express-deild karla og skoraði 6.3 stig og tók 4.3 fráköst í leik.
Sveinn er fjórði leikmaðurinn sem yfirgefur Hauka en fyrir eru Sævar Haraldsson(Stjarnan), Kristinn Jónasson(Fjölnir) og Vilhjálmur Steinarsson(Keflavík) farnir.
Stjarnan er nú búnir að fá fjóra nýja leikmenn fyrir tímabilið og virðast líklegir til afreka.
mynd: vf.is
heimild: www.haukar-karfa.is