spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaStjarnan er á siglingu - Fjórði sigurleikurinn í röð kom í Dalhúsum

Stjarnan er á siglingu – Fjórði sigurleikurinn í röð kom í Dalhúsum

Stjarnan lagði B lið Fjölnis í kvöld í fyrstu deild kvenna, 69-80. Leikurinn sá fjórði sem Stjarnan vinnur í röð, en þær eru sem stendur í 3.-4. sæti deildarinnar ásamt Grindavík með átta stig. Fjölnir eru svo sæti neðar með sex stig.

Gangur leiks

Leikur kvöldsins var nokkuð jafn í upphafi. Eftir fyrsta leikhluta leiddu heimakonur með 3 stigum, 14-17. Undir lok fyrri hálfleiksins er leikurinn svo áfram í járnum, en þegar liðin halda til búningsherbergja í hálfleik er staðan jöfn, 36-36.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Stjarnan svo að byggja upp smá forskot, leiða með þægilegum 8 stigum eftir þrjá leikhluta, 53-61. Í honum gerðu þær svo nóg til að sigla að lokum 11 stiga sigri í höfn, 69-80.

Atkvæðamestar

Atkvæðamest fyrir Stjörnuna í kvöld var Jana Falsdóttir, en á tæpum 36 mínútum spiluðum skilaði hún 20 stigum, 9 fráköstum, 4 stoðsendingum og 6 stolnum boltum. Fyrir heimakonur í Fjölni var það Erla Sif Kristinsdóttir sem dróg vagninn með 2 stigum, 15 fráköstum, 4 stoðsendingum og 5 stolnum boltum.

Hvað svo?

Bæði lið leika næst 27. febrúar. Fjölnir heimsækir Tindastól í Síkið og Stjarnan fær Grindavík í heimsókn í MGH.

Tölfræði leiks

Staðan í deildinni

Myndasafn (Bára Dröfn)

Fréttir
- Auglýsing -