spot_img
HomeBikarkeppniStjarnan bikarmeistari í drengjaflokk

Stjarnan bikarmeistari í drengjaflokk

Fjölnir og Stjarnan áttust við í dag í úrslitaleik Geysisbikar drengjaflokks. Fyrstu mínúturnar skiptust liðin á því að leiða en þegar líða fór á leikhlutann sigldu Stjörnudrengir fram úr Fjölni. Staðan eftir fyrsta leikhluta 16 – 26 Stjörnunni í vil.

Stjarnan leiddi með þægilegum mun og Fjölnir elti allan annan leikhluta. Staðan eftir annan leikhluta 34 – 47 Stjörnunni í vil.

Fjölnisdrengir mætu brjálaðir til leiks í þriðja leikhluta og áttu frábæran 11 – 4 kafla fyrstu 3 mínúturnar. Þessi kafli Fjölnisdrengja gerði leikinn aftur spennandi. En þeir náðu að halda sér nokkrum stigum frá Stjörnunni út leikhlutann. Staðan fyrir fjórða leikhluta 58 – 61 Stjörnunni í vil.

Stjörnudrengir komu jafn brjálaðir og Fjölnir hafði gert í þriðja í fjórða leikhluta. Orri Gunnarsson setti tvo þrista og Stjarnan komin 8 stigum yfir á augnabliki. Stjarnan gerði vel í að vernda þá forystu sem þeir nældu sér í fyrstu mínútur leikhlutans og unnu að lokum góðan sigur 77 – 87.

Byrjunarlið:

Fjölnir: Ólafur Ingi Styrmisson, Viktor Máni Steffenssen, Hlynur Breki Harðarson, Hafsteinn Zimsen og Gauti Björn Jónsson.

Stjarnan: Árni Gunnar Kristjánsson, Ásmundur Goði Einarsson, Dúi Þór Jónsson, Friðrik Anton Jónsson og Ingimundur Orri Jóhannsson.

Þáttaskil:

Góður fjórði leikhluti gerði út um leikinn, en Stjarnan hafði forræði yfir leiknum fyrir utan slakan þriðja leikhluta.

Tölfræðin lýgur ekki:

59 fráköst Stjörnunnar á móti 41 hjá Fjölni var það sem gerði gæfumuninn í dag.

Hetjan:

Hjá Fjölni áttu Viktor Máni Steffenssen, Hafsteinn Zimsen og Gauti Björn Jónssón allir fínan leik. Ólafur Ingi Styrmisson var bestur Fjölnisdrengja með 13 stig og 16 fráköst, dýrari týpan af tvennu það!

Hjá Stjörnunni átti Orri Gunnarsson góða innkomu af bekknum og þeir Árni Gunnar Kristjánsson og Ingimundur Orri Jóhannsson áttu góðan leik. En menn leiksins voru tveir og þeir voru lang bestir á vellinum. Annars vegar Friðrik Anton Jónsson sem var með TRÖLLATVENNU, 23 stig og 20 fráköst og hins vegar Dúi Þór Jónsson sem var með svakalega þrefalda tvennu, 24 stig, 11 fráköst og 12 stoðsendingar!

Kjarninn:

Stjarnan var tommunni betri en Fjölnir í þessum leik. Fjölnir á samt mikið hrós skilið fyrir baráttu fram á síðustu mínútu. Það eru margir framtíðar lykilleikmenn sem tóku þátt í þessum skemmtilega leik.

Tölfræði

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -