Stjarnan lagði Aþenu í kvöld í 13. umferð Bónus deildar kvenna, 79-71.
Eftir leikinn er Stjarnan í 6. sæti deildarinnar með 10 stig á meðan Aþena er í 9. til 10. sætinu með 6 stig.
Leikur kvöldsins var nokkuð kaflaskiptur í fyrri hálfleiknum, þar sem Aþena leiddu mest með 10 stigum, en þegar liðin héldu til búningsherbergja var staðan nánast jöfn, 39-40.
Litlu munaði svo áfram á liðunum í seinni hálfleiknum, en fyrir lokaleikhlutann var Aþena 5 stigum á undan. Um miðbygg fjórða leikhlutans ná heimakonur svo að snúa taflinu sér í vil og eru skrefinu á undan til lloka leiksins, 79-71.
Atkvæðamestar fyrir Stjörnuna í kvöld voru Denia Davis Stewart með 23 stig, 9 fráköst og Ana Clara Paz með 19 stig.
Fyrir Aþenu var Katrina Eliza Trankale atkvæðamest með 17 stig. Henni næst var Violet Morrow með 16 stig og 7 fráköst.
Myndasafn (væntanlegt)