12:26
{mosimage}
(Sigurlið Stjörnunnar B í Kaupmannahöfn)
Lið Stjörnunnar B hafði sigur á Icelandair Open mótinu sem fram fór í Kaupmannahöfn um helgina. Auk Stjörnunnar léku B-lið Valsmanna, Guðrún frá Kaupmannahöfn og lið frá HSH Nordbanka. Stjörnumenn voru aðeins 6 í mótinu og því verður þetta að teljast góður árangur hjá Garðbæingum.
Fyrsti leikurinn var gegn Guðrúnu og var það hnífjafn leikur sem fór í framlengingu eftir að Steinar Hafberg setti niður glæsilegan þrist á lokasekúndunum. Það var svo Eiríkur Ari Eiríksson sem stal knettinum örfáum sekúndum fyrir lok framlengingar og kom Stjörnunni 1 stigi yfir 38-37 og reyndist það sigurkarfa leiksins. Næsti leikur var hörku leikur gegn B-liði Vals sem endaði með 4 stiga sigri Stjörnunnar 33-29. Síðasti leikur Stjörnumanna var síðan gegn HSH Nordbank og endaði sá leikur með öruggum Stjörnu sigri 26-15 og þar með sigur á mótinu staðreynd.
Lið Stjörunnar skipuðu:
Steinar Hafberg 30 stig
Eiríkur Ari Eiríksson 18 stig
Unnar Örn Unnarsson 22 stig
Gunnar Sigurðsson 21 stig
Jens Árnason 2 stig
Þorgils Rafn Þorgilsson 4 stig
Frétt af www.stjarnan.is