Stjarnan aftur á sigurbraut – Haukar tapað þremur í röð

Tveimur leikjum var ekki frestað vegna veðurs í kvöld og fóru því fram í Dominos deild karla. Ólafssalur tók á móti Stjörnunni úr Garðabæ er liðið mætti heimaliði Hauka frá Hafnarfirði.

Gangur leiks

Liðin voru ansi jöfn í upphafi leiks og mátti lítið milli bera. Gestirnir frá Garðabæ náðu að koma sér í nokkra forystu fyrir hálfleikinn en staðan í hálfleik var 53-61 fyrir Stjörnunni.

Þriðji leikhluti var í eigu Stjörnunnar og náði liðið góðri forystu, mest 16 stig. Haukar gáfust þó aldrei upp og náðu góðum áhlaupum í fjórða leikhluta til að gera leikinn spennandi.

Minnst fór munurinn niður í fjögur stig 90-86. Lengra náðu Haukar þó ekki og fór svo á endanum að Stjarnan vann 92-86.

Atkvæðamestar

Í liði Hauka var Brian Fitzpatrick gríðarlega öflugur með 17 stig, 13 fráköst og 6 stoðsendingar. Hansel Atencia var stigahæstur með 25 stig.

Framlag Stjörnunnar dreifðist vel á milli leikmanna en Gunnar Ólafsson var stigahæstur með 19 stig. Hlynur Bæringsson var öflugur að vanda með 16 stig, 8 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta.

Hvað svo?

Haukar hafa nú tapað þremur leikjum í röð og mæta liði ÍR í Hertz hellinum næsta föstudag. Stjarnan er komið aftur á sigurbraut eftir tap í síðustu umferð. Liði mætir Keflavík í stórleik næstu umferðar næstkomandi föstudagskvöld.

Tölfræði leiks