spot_img
HomeBikarkeppniStjarnan á leið í úrslit í fyrsta sinn?: „Mjög gott fyrir körfuboltann...

Stjarnan á leið í úrslit í fyrsta sinn?: „Mjög gott fyrir körfuboltann í Garðabæ“

Undanúrslit Geysisbikars kvenna fara fram í dag með tveimur leikjum. Karfan hitar upp fyrir leikina með upphitun og viðtölum við leikmenn og þjálfara allra liða.

Næst er komið að Stjörnunni sem mætir Breiðablik í undanúrslitum kl 17:30 í dag.

Stjarnan

Í þriðja sinn er Stjarnan komin í undanúrslit bikarkeppninnar. Fyrri tvö skiptin voru árin 2016 og 2012 en í bæði skiptin hefur Stjarnan tapað örugglega. Liðið er hinsvegar í tækifæri á því að komast í sinn fyrsta úrslitaleik í kvennaflokki.

Garðbæingar hafa heldur betur farið erfiða leið í Höllina en liðið sló út núverandi topplið Dominos deildarinnar KR og Skallagrím. Stjarnan hefur verið á góðri lið í Dominos deildinni og koma ansi heitar inní bikarvikuna.

Stjarnan býr yfir breiðum og hæfileikaríkum hóp þar sem nokkrir leikmenn hafa reynslu af bikarkeppnunum. Félagið hefur gert vel að byggja upp liðið síðustu ár og eru nú í ansi góðri stöðu að gera vel ef allt fellur þeim í hag.  

 

Undanúrslitaviðureign: Gegn Stjörnunni miðvikudaginn 13. febrúar kl. 17:30

Síðasti leikur þessara liða í deild: Breiðablik 80-101 Stjarnan – 5. janúar 2019

Viðureign í 8 liða úrslitum: 71-49 sigur á Skallagrím

Viðureign í 16 liða úrslitum: 82-64 sigur á KR

Fjöldi bikarmeistaratitla: 0

Síðasti bikarmeistaratitill: Aldrei

 

Fylgist með: Bríeti Sif Hinriksdóttur

Bakvörðurinn sem hefur sprungið út í vetur. Var í Íslenska landsliðinu fyrr á tímabilinu og er orðin algjör lykilleikmaður í þessu Stjörnuliði. Afbragðs þriggja stiga skytta sem ekki má líta af og hefur aukið sjálfstraustið hjá sér í allan vetur. Lykilatriði að hún eigi góðan leik ef vel á að fara fyrir Stjörnuna. 

 

Aukasendingin: Hitað upp fyrir bikarvikuna í aukaþætti

 

 

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -