{mosimage}
(Justin í leik með Drangi)
Bakvörðurinn Justin Shouse hefur komist að munnlegu samkomu við Snæfell um að leika með liðinu í Iceland Express deildinni á næstu leiktíð. Shouse lék með 1. deildarliði Drangs á síðustu leiktíð og gerði þar 37,7 stig að meðaltali í leik í 18 leikjum. Shouse hefur ekki enn sem komið er undirritað samning við Snæfell en von er á að það gerist á næstunni.
{mosimage}Justin tók 115 fráköst með Drangi á síðustu leiktíð og gaf 83 stoðsendingar. „Við vitum hvað við erum að fá og það er gott að vera ekki að renna blint í sjóinn, “ sagði Daði Sigurþórsson, formaður KKD Snæfells, í samtali við Karfan.is
„Justin er mikill liðsmaður og félagi og við metum það ekki síður en afrek inni á vellinum. Hann verður eini erlendi lekikmaðurinn í okkar röðum í vetur. Við erum með sterkan hóp og treystum íslensku strákunum 100% í verkefnum vetrarins og því vildum við leikmann sem gerir þá betri en tekur ekki neitt af þeim. Við munum bara standa og falla með þeirri ákvörðun,“ sagði Daði að lokum.
Í ljósi þessa tíðinda má fastlega gera ráð fyrir því að mikið muni mæða á Sigurði Þorvaldssyni, Justin Shouse og Hlyn Bæringssyni á næstu leiktíð í Iceland Express deildinni.
Mynd: Jónas Erelndsson