Sigurganga Jóns Axels Guðmundssonar og San Pablo Burgos hélt áfram er liðið lagði Palencia með tveimur stigum, 85-87.
Á rúmum 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 19 stigum og 2 stoðsendingum, en hann var stigahæstur í liði San Pablo Burgos í leiknum.
Jón Axel og félagar hafa nú unnið 12 leiki í röð og eru í efsta sæti deildarinnar, tveimur sigurleikjum fyrir ofan Estudiantes og Fuenlabrada sem eru í 2. til 3. sætinu.