Jón Axel Guðmundsson og San Pablo Burgos lögðu lið Ourense í Primera FEB deildinni á Spáni, 60-74.
Á tæpum 25 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Jón Axel 16 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum, en hann var bæði stiga- og framlagshæstur í liði Burgos í leiknum.
Sem áður eru Jón Axel og félagar í efsta sæti deildarinnar, með 25 sigra og aðeins 2 töp á tímabilinu.