Líkast til hefur fyrirsögnin skelkað einhverja Liverpoolmenn en raunveruleikinn er Keflvíkingum hinsvegar meira áhyggjuefni. Steven G Dagustino hefur ákveðið að taka samningstilboði sem honum barst frá Spáni. Steven var með klausu í samningi sínum að ef betra boð bærist erlendis frá mætti hann fara frá Keflavík.
Gerrard hefur látið fara fyrir sér í liði Keflvíkinga og skorað grimmt fyrir þá síðan hann kom til liðsins. Þessi blóðtaka gat varla komið á verri tíma þar sem að Keflvíkingar etja kappi við efsta lið deildarinnar á fimmtudag og eru í harðri baráttu við Stjörnuna um annað sæti deildarinnar.