spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSterkur sigur Valskvenna í Þorlákshöfn

Sterkur sigur Valskvenna í Þorlákshöfn

Vel var mætt í Icelandic Glacial Höllina þar sem Hamar/Þór og Valur buðu uppá frábæran leik fyrir allan peningin í lokaumferð Bónusdeildar kvenna og mátti engu muna á getu beggja liða, en að lokum hafði Valur sigur, 83-89.

Hamar/Þór náði ekki að fylgja eftir góðum sigri á Tindastól til að tryggja sér 8. sætið, en það var vitað að þær næðu ekki hærra en það.

Hinsvegar náðu Valskonur að lyfta sér uppí 5. sætið og tryggja sig í efri hluta skiptingar á deildinni þar sem Haukar unnu Tindastól.

Fyrir leik

Hamar/Þór sem sat í 9.sæti með 12 stig eftir góðan sigur á Tindastól í síðustu umferð tók á móti Val sem tapaði fyrir Njarðvík síðast og er í 7.sæti með 14 stig fyrir lokaumferð fyrir skiptingu deildarinnar. 

Valur vann heimaleik á móti Hamar/Þór í fyrri umferð með 23 stigum eða  82-59 og því smá brekka fyrir heimastúlkur að ná innbyrðis á gestina. Valur getur komist uppí 5.sæti með sigri og verið þá með í efri hluta skiptingar, það er ef Tindastóll tapar í kvöld. Hamar/Þór geta átt sætaskipti við Grindavík og endað í 8.sæti en eru alltaf að fara að vera í neðri hluta.

Byrjunarlið

Hamar/Þór: Abby, Hana, Kristrún, Anna, Emma.

Valur: Anna M, Alyssa, Sara, Ásta, Jiselle.

Fyrri hálfleikur

Valur byrjar betur fyrstu 2 mínúturnar svo eiga Hamar/Þór næstu 2 mín og komast yfir en Valur jafnar og leikhlutinn endar 22-22. Hamar/Þór er með meiri ákefð þennan fyrsta leikhluta.

Hamar/Þór opna annan leikhluta á 7-0 áhlaupi á innan við 2 mínútum þegar Valsmenn taka leikhlé og byrja svo strax á að henda boltanum uppí stúku en svara með að láta heimastúlkur brenna skotklukkuna og negla niður þrem stigum.

Eftir þetta kemst jafnvægi á leikinn en jafnt og þétt ná Valskonur niður forskotinu, jafna og komast svo yfir. Sóknarleikur heimastúlkna farin að stirðna og með því kemur örvænting og Valur er komið með 6 stiga forskot þegar 1:23 lifa af fyrri hálfleik og Hákon tekur leikhlé. Hálfleikurinn endar Hamar/Þór 41 – 47 Valur.

Valskonur héldu Abby í 2 stigum í öðrum leikhluta en hún hefur verið driffjöður Hamar/Þór kvenna í sókninni.

Tölfræði fyrri hálfleiks

Hamar/Þór:Abby 12 stig 4 stoð 15 frl. Emma 8 stig 4 stoð

Valur: Alyssa 17 stig 2 stoð 20 frl. Ásta 6 stig 7 frk 12 frl

Seinni hálfleikur

Þessi lið eru nokkuð jöfn og nokkuð augljóst að það lið sem nær stemningunni með sér er að fara heim með 2 stig. Hamar/Þór er  búnar að ná þessum mun niður og jafna með yfirvegaðri sóknarleik þar sem Abby dregur að sér tvo leikmenn og gefur stoðsendingu á opin leikmann. Á meðan eru Valskonur að erfiða sóknarlega og eiga erfitt með að verjast pick og ról sókn H/Þ auk þess sem Alyssa hefur bara skorað 4 stig í seinni hálfleik. Þriðji endar 68-66 fyrir Hamar/Þór.

Í fjórða leikhluta er stemningin meira með Val sem eru komnar 5 stigum yfir þegar 6 mínútur eru eftir en þá ná H/Þ að svara og þegar 4:30  lifa setur Abby þrist til að jafna leikinn 81-81 og allt stefnir í naglbít í lokinn. 

Valskonur sem eru vel studdar af sínu fólki og spila gott svæði  sem H/Þ leysa illa ná að lokum að landa sigri. Hamar/Þór 83-89 Valur.

Tölfræði leiks

Hamar/Þór: Abby 25 stig og 34 frl. Hana 17 stig og 21 frl.

Valur: Alyssa 23 stig. 23 frl

Hvað svo

Hamar/Þór leikur í neðri hluta skiptingar og ekki ljóst þegar þetta er ritað við hverja þær spila fyrst. Valskonur enduðu í 5. sæti og leika í efri hluta skiptingar á deildinni.

Tölfræði leiks

Anna Soffía – Hamar/Þór
Jamil – Valur
Hákon – Hamar/Þór
Fréttir
- Auglýsing -