KR sigraði Tindastól, nokkuð öruggt, 98-78, fyrr í kvöld í fyrstu umferð Dominos deild karla.
Þáttaskil
Á fyrstu mínútum þriðja leikhlutans tókst KR að slíta sig frá Tindastól. Með Brynjar Þór Björnsson (setti 11 stig á fyrstu 3 mínútum seinni hálfleiksins) í forystu byggðu þeir upp rúmlega 10 stiga forskot sem þeir byggðu svo sigur sinn á. Hraður leikur þeirra og góð skotnýting sköpuðu þetta áhlaup þeirra.
Tölfræðin lýgur ekki
Lið KR tók 53 fráköst á móti aðeins 36 fráköstum sem að lið Tindastóls tók. Af þeim fráköstum voru 17 í sókn gegn aðeins 10 hjá Tindastól.
Vonbrigði
Tindastóls liðið átti að vera að koma inn í þetta mót á fullri ferð. Fyrir einhverju voru þeir komnir með alla leikmenn sína á æfingar, búnir að spila saman á æfingamótum ytra og fleira þar fram eftir götunum. Því mátti jafnvel gera því í skóna að þeir ættu betri möguleika gegn meisturunum en raun bar vitni, þar sem að þeir voru að spila án erlends leikmanns, Pavels Ermolinski og Jóns Arnórs Stefánssonar. Þeir hinsvegar litu ekki út fyrir að vera reiðubúnir fyrir neitt í kvöld. Gerum ráð fyrir þeim mun sterkari í næsta leik.
Hrósið
Fær þjálfarateymi og yngri leikmenn KR. Arnór Hermannsson, Þórir Þorbjarnarson og Vilhjálmur Jensson áttu allir glimrandi dag á stóra sviðinu þrátt fyrir að hafa kannski ekki oft þurft að spila 20+ mínútur gegn jafn sterku liði áður.
Hetjan
Brynjar Þór Björnsson var gjörsamlega frábær í liði KR í kvöld. Var með 33 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendinga á aðeins 27 mínútum spiluðum í kvöld.
Viðtöl: