spot_img
HomeFréttirSterkur sigur Íslands gegn heimamönnum í Svíþjóð

Sterkur sigur Íslands gegn heimamönnum í Svíþjóð

Undir 20 ára karlalið Íslands lagði heimamenn í Svíþjóð í kvöld í öðrum leik sínum á Norðurlandamótinu í Södertalje, 82-78. Ísland hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu, en í gær lögðu þeir Eistland. Næst leika þeir á laugardag kl. 14:00 gegn Danmörku.

Um sannkallaða liðsframmistöðu var að ræða í dag. Atkvæðamestur var Almar Orri Atlason með 16 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar. Þá skilaði Elías Bjarki Pálsson 11 stigum, 14 fráköstum, Tómas Valur Þrastarson 14 stigum, 8 fráköstum, Kristján Fannar Ingólfsson 14 stigum, 7 fráköstum, 3 stoðsendingum og Ágúst Goði Kjartansson 13 stigum, 3 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -