spot_img
HomeFréttirSterkur sigur hjá Newberry

Sterkur sigur hjá Newberry

Tómas Heiðar Tómasson gerði þrjú stig fyrir bandaríska háskólann Newberry þegar liðið lagði Carson-Newman skólann í SAC riðli NCAA II deildarinnar um helgina. Lokatölur voru 88-69 Newberry í vil.
Tómas lék í níu mínútur í leiknum og skoraði þrjú stig. Ægir Þór Steinarsson var ekki í leikmannahópi Newberry. Með sigrinum er liðið í 5. sæti SAC riðilsins með 3 sigra og 3 tapleiki.
 
Næsti leikur liðsins er þann 18. janúar þegar liðið heldur á útivöll og mætir þá Wingate skólanum sem er sæti ofar í SAC riðlinum en Newberry eða 4. sæti.
 
 
   
Fréttir
- Auglýsing -