Álftanes sigraði Vestra á Ísafirði í 1. deild karla í kvöld, 75-80. Eftir að hafa verið 22-17 undir eftir fyrsta leikhluta þá leiddi Álftanes 38-40 í hálfleik. Vestri tók aftur völdin í þriðja leikhluta en gestirnir reyndust sterkari undir lokin og fóru með 5 stiga sigur heim í farteskinu. Nemanja Knezevic var stigahæstur hjá Vestra með 20 stig en Dúi Þór Jónsson skoraði 16 stig fyrir Álftanes.
Með sigrinum komst Álftanes upp að hlið Vestra í 4-5. sæti deildarinnar með 14 stig en Vestfirðingar eiga þó þrjá leiki til góða.
Álftanes á næst leik á miðvikudaginn á móti Selfoss á meðan Vestri mætir Breiðablik úti á fimmtudaginn.