Keflvíkingar tóku á móti Tindastóls mönnum í Toyotahöllini í gærkvöldi, fyrirfram mátti búast við hörku spennandi leik þar sem að Stólarnir eru að berjast um sæti í úrslitakeppninni og sömuleiðis að halda sér í deild þeirra bestu. Sauðkrækingar hófu leikinn mun betur með góðum varnarleik og voru að setja auðveldar körfur þar sem vörn Keflvíkinga var ekki uppá marga fiska.
Sóknarleikur Keflvíkinga var frekar tilviljanakenndur og voru þeir að reyna erfið skot utan af velli, einnig voru þeir að tapa boltanum nokkuð oft. Gestirnir nýttu sér slæma byrjun heimamanna vel og voru með tveggja stiga forskot eftir fyrsta leikhlutann.
Annar leikhluti byrjaði svipaður og sá fyrsti þar sem að Stólarnir voru mun ákveðnari, mikið var um tapaða bolta hjá báðum liðum, leikurinn frekar jafn en inn á milli mátti sjá skemmtileg tilþrif. Undir lok annars leikhluta tóku Keflvíkingar góða rispu og náðu að jafna leikin fyrir hálfleik 47-47.
Í þriðja leikhluta voru Keflvíkingar aðeins betri en Stólarnir voru ekki langt undan, jafn og skemmtilegur leikur. Keflvíkingar náðu sér í sex stiga forystu fyrir lokaleikhluta leiksins 62-56.
Í 4.leikhluta voru Keflvíkingar mun betri og náðu góðri keyrslu í byrjun en Stólarnir reyndu eins og þeir gátu að saxa á forystu heimamanna og þegar þeir voru búnir að minnka muninn niður í 4 stig þá fær leikmaður Tindastóls tæknivillu fyrir ljótt orðbragð inná vellinum. Keflvíkingar gengu á lagið og stungu af. Leikurinn var einkennandi af tæknilegum mistökum og töpuðum boltum og þess má til gaman geta að Michael Craion leikmaður Keflvíkur skoraði ansi skemmtilega sjálfskörfu í leiknum. Leikurinn endaði 93-78 fyrir Keflvíkingum og 7.sigur þeirra í deildinni staðreynd.
Mynd og texti/ DÖÓ