spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSterkari á lokasprettinum í Ólafssal

Sterkari á lokasprettinum í Ólafssal

Haukar lögðu Grindavík í Ólafssal í kvöld í þriðja leik átta liða úrslita Bónus deildar kvenna, 76-73.

Segja má að með því hafi deildarmeistarar Hauka komið í veg fyrir stórslys, en Grindavík kom inn í úrslitakeppnina í 8. sæti deildarinnar. Staðan er þó enn nokkuð í vil Grindavíkur, 2-1, sem enn þurfa aðeins einn sigur í viðbót til að slá út topplið Hauka.

Leikur kvöldsins var nokkuð kaflaskiptur. Þar sem fyrst var komið að Grindavík að leiða og eftir að hafa leitt mest með 9 stigum á upphafsmínútunum voru þær aðeins 2 stigum á undan að fyrsta fjórðung loknum. Í öðrum fjórðung var svo komið að heimakonum. Mestri náðu þær 6 stiga forystu undir lok fyrri hálfleiksins, en leikurinn þó í járnum þegar hann endaði, 41-45.

Aftur nær Grindavík að vera skrefinu á undan í þriðja fjórðungnum. Þó var ekki langt í Hauka og voru þær aðeins stigi yfir fyrir lokaleikhlutann. Um miðbygg fjórða ná Haukar sinni mestu forystu í leiknum og leiðameð 10 stigum þegar aðeins fjórar mínútur eru til leiksloka, 74-64. Gestirnir gera vel að vinna það forskot niður og fá þær góð tækifæri til að stela sigrinum.

Allt kemur þú fyrir ekki og með tveimur vítum frá Diamond Battles á lokamínútunni ná þær að innsigla sigurinn, 76-73. Líkt og sjá má hér fyrir neðan geigaði lokaskot Daisha Bradford sem hefði tryggt Grindavík framlengingu.

Atkvæðamestar í liði Hauka í leiknum voru Lore Devos með 14 stig, 19 fráköst, 5 stoðsendingar og Þóra Kristín Jónsdóttir með 18 stig, 9 fráköst og 4 stoðsendingar.

Fyrir Grindavík var Mariana Duran atkvæðamest með 22 stig, 8 fráköst og 5 stoðsendingar. Þá bætti Ólöf Rún Óladóttir við 17 stigum og 4 fráköstum.

Fjórði leikur liðanna er á dagskrá í Smáranum komandi laugardag 12. apríl.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -