spot_img
HomeFréttirStephen A. Smith étur oní sig þvæluna sem hann jós út um...

Stephen A. Smith étur oní sig þvæluna sem hann jós út um Kristaps Porzingis

Stephen A. Smith er kjáni sem tjáir sig um bandarískar íþróttir á ESPN sjónvarpsstöðinni. Fátt er honum óviðkomandi og er honum sérstaklega annt um New York Knicks liðið. 

 

Í sumar völdu Knicks Lettann Kristaps Porzingis með 4. valrétti nýliðavalsins í ár. Púað var í stúkunni í Barclays Center og óánægja margra þekktra Knicks flæddi inn á vefmiðla og samfélagsmiðla. Fyrrnefndur Smith fór hamförum í langri einræðu á ESPN þar sem hann hreitti skömmum og fúkyrðum í Porzingis, Phil Jackson og alla sem tengjast Knicks félaginu. Einræða hans virtist byggð á ítarlegri greiningu á leikmanninum. Lettinn væri óreyndur, ungur og ekki tilbúinn í NBA deildina þó hann búi yfir einhverjum hæfileikum.

 

Annað hefur hins vegar komið upp á daginn. Porzingis hefur staðið upp úr í þessum árgangi nýliða og glætt Knicks liðið nýju lífi. Smith hefur einnig viðurkennt nú að hafa aldrei séð manninn spila áður en hann ákvað að drulla yfir hann í sjónvarpi.

 

Horfið á hann. Hlustið á hann. Hlægið að honum. En umfram allt, ekki taka þennan mann alvarlega.

 

Fréttir
- Auglýsing -