Glæsilegur sigur Íslenska stúlknaliðsins hérna í dag þýðir að Svíar geta ekki náð okkur og 2.sætið í höfn hjá Íslensku stelpunum í U-16 á Norðurlandamótinu í Kisakallio. Lokatölur 75-33.
Fyrir leik
Fyrir leikinn höfðu stelpurnar unnið tvo leiki af þremur á meðan Danska liðið hafði unnið einn af þremur leikjum sínum á Norðurlandamótinu. Íslensku stelpurnar unnu leiki sína gegn Svíþjóð og Eistlandi á meðan þær Dönsku unnu Norðmenn.
Leikurinn
Stelpurnar byrja þennan leik mjög sterkt, þær setja tóninn með góðum varnarleik og stela boltanum 7 sinnum í fyrsta leikhluta staðan eftir fyrsta leikhluta er 20-4. Þær Dönsku verða að nýta leikhléið vel ef þær ætla að fá að vera með í fyrri hálfleik. Stelpurnar mæta af sama krafti í annan leikhluta, en þeim Dönsku eiga ekki jafn erfitt með að skora og í seinsta leikhluta. Staðan í Hálfleik er 37-19, Bára er komin með 12 stig og 100% skotnýting hjá henni í þessum leik enn sem komið er.
Seinni hálfleikur byrjar og stelpurnar halda bara áfram að bæta í 53-21 er staðan eftir tæpar 4 mínútur af þriðja leikhluta. Danski þjálfarinn tekur leikhlé en það skilar nákvæmlega engu. Íslensku stelpurnar halda bara áfram að keyra yfir þær Dönsku og staðan fyrir seinasta leikhlutann er 62-24.
Fjórði leikhluti var í raun bara formsatriði, stelpurnar innsigla glæsilegan sigur sem var aldrei í hættu. Og tryggja sér 2.sætið á mótinu. Glæsilegur árangur hjá U-16 stúlkum. Lokatölur hérna í dag 75-33
Atkvæðamestar
Bára Björk Óladóttir skoraði 15 stig, tók 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar
Hanna Gróa Halldórsdóttir skoraði 13 stig, tók tvö fráköst og gaf ein stoðsendingu
Viðtöl
Hvað gerist næst
Á morgun mæta stelpurnar svo liði Noregs í lokaleik sínum á mótinu, leikurinn hefur engin áhrif á lokaútkomu mótsins hvorki fyrir Norðmenn sem sitja í lang neðsta sæti eða fyrir Íslensku stelpurnar sem hafa tryggt sér 2.sætið á Norðurlandamótinu í Kisakallio árið 2023