spot_img
HomeFréttirStelpubúðir 2013

Stelpubúðir 2013

Árlegar Stelpubúðir Helenu og Hauka voru haldnar á dögunum en um 35 stelpur frá 9 félögum tóku þátt í ár. Búðirnar hófust á laugardsagsmorgun með æfingum sem stóðu í um 6 tíma samtals og síðan var farið í sund.
 
Við fengum síðan góðan gest þegar Ragnar Nathanaelsson leikmaður A-landsliðs karla kom í heimsókn og spjallaði við stelpurnar áður en nokkrar dömurnar skoruðu á hann í einn á einn, eða einn á þrjá þegar troðslurnar og blokkin voru orðin heldur mörg. Stelpunum fannst það ekki leiðinlegt.
 
Um kvöldið var pizzuveisla  frá Domino´s og kvöldvaka þar sem stelpurnar kynntust fullt af nýjum vinkonum, spreyttu sig í nokkrum leikjum og kjöftuðu langt inní nóttina enda alltaf jafn gaman að vera í “sleepover”. Á sunnudeginum tók svo við annar æfingadagur og stelpurnar stóðu sig frábærlega vel og lögðu sig allar fram.  
 
Helgin gekk rosalega vel fyrir sig og ég hlakka til að fylgjast með þessum efnilegu dömum vaxa og dafna.
 
 
Helena Sverrisdóttir
  
Fréttir
- Auglýsing -