23:18
{mosimage}
Maður leiksins í DHL-Höllinni í kvöld var án efa Steinar Arason sem skaut ÍR í 1-0 forystu þegar mest á þurfti en Steinar gerði 20 stig í leiknum í kvöld þegar ÍR lagði KR 65-73. Steinar segir ÍR liðið vel skipað og ætlar sér ekki aftur í DHL-Höllina.
,,Ef maður hittir ekki þá er maður á bekknum en ef maður hittir þá spilar maður og þetta gekk eftir hjá mér í kvöld,” sagði Steinar sem hitti úr 5 af 7 þriggja stiga tilraunum sínum í kvöld.
,,Liðið okkar er gríðarlega jafnt og við getum alltaf sett inn sterka strák af bekknum og þetta gengur út á það að liðið spili vel sem heild en ekki út á einstaklinga,” sagði Steinar sem strax var orðinn spenntur fyrir laugardeginum. ,,Mér líst vel á næsta leik og það er gaman að spila í Seljaskóla, það er okkar heimavöllur og við ætlum okkur að verja hann. Þar höfum við t.d. unnið lið eins og Njarðvík í bikarnum og við ætlum okkur ekkert að koma aftur í DHL-Höllina í vetur, það er hundleiðinlegt að vera hérna,” sagði Steinar léttur í bragði í leikslok.