Steinar Arason hefur verið ráðinn til þess að aðstoða Sævald Bjarnason þjálfara Breiðabliks í 1. deild karla. Steinar er margreyndur leikmaður sem spilað hefur á annað hundrað leiki í efstu deild. Skórnir frægu eru komnir upp á hilluna og kemur Steinar til með að vera partur af öflugu þjálfarateymi Breiðabliks í vetur. Þetta kemur fram á www.breidablik.is
Á heimasíðu Blika er rætt við Sævald um ráðninguna:
,,Ég er bara mjög sáttur við þessa ráðningu. Steinar er reynslumikill leikmaður á mörg ár að baki í boltanum. Það verður bara gott að hafa hann með sér á bekknum, við náum vel saman og það verður bara spennandi verkefni fyrir okkur, deildin í vetur og að takast á við krefjandi verkefni.“