spot_img
HomeFréttirStefnan sett á að vinna MWC

Stefnan sett á að vinna MWC

 
Tímabilið hjá Helenu Sverrisdóttur og liðsfélögum hennar í TCU körfuboltaliðinu er á næstu grösum og hefur hópurinn verið á stífum æfingum undanfarið. Framundan er æfingaleikur við Cameron háskólann þann 11. nóvember n.k. en Helena hefur frá fyrsta degi gegnt veigamiklu hlutverki í liði TCU og á síðustu leiktíð var hún skipuð fyrirliði liðsins. Karfan.is ræddi við Helenu sem kvaðst spennt fyrir uppkomandi leiktíð.
,,Hver dagur er mikilvægur í að taka framförum og ná að binda þetta allt saman áður en tímabilið byrjar. Núna eru aðeins nokkrir dagar í fyrsta leik,“ sagði Helena sem æfir um þrjár klukkustundir á dag sex daga vikunnar.
 
,,Liðið lítur mjög vel út að mínu mati og þeir sem eru freshmen líta mjög vel út og ég held að það séu allir bara gífurlega spenntir fyrir því að byrja þetta. Nokkuð hefur verið um meiðsli hjá okkur en þær Ida, Eboni og Michah hafa allar verið meiddar,“ sagði Helena en Micah þessi er einn sterkasti leikmaður TCU á blokkinni en hún braut bein í annarri rist á dögunum og verður frá næstu 6-8 vikurnar.
 
,,Við erum samt með djúpan bekk í ár og það er eitthvað sem við vorum ekki með í fyrra. Það gerir þetta ár ennþá meira spennandi. Liðið er mjög ,,physical“ í ár enda erum við allar marðar og klóraðar eftir æfingar en það hefur bara gert okkur sterkari,“ sagði Helena og bætti við að hlutirnir væru sannarlega á uppleið hjá TCU.
 
,,Football liðið okkar er rankað nr. 4 í landinu og margar aðrar íþróttir eru að standa sig frábærlega hjá okkur. Það er því mikill spenningur fyrir körfunni hérna og þá aðallega hjá okkur stelpunum.“
 
Þriðja árið hjá Helenu með TCU skólanum er því að ganga í garð og hefur þjálfarinn Mittie reynt að færa Helenu nýjar áskoranir. ,,Hann er að reyna mig í leiðtogastöðunni og sem varnarmaður. Ég hef því lagt mjög mikla vinnu í körfuna seinustu vikur og lítið haft tíma fyrir annað. Tognaður ökkli hægði aðeins á mér í seinustu viku en allar þessar sjúkraþjálfaragræjur hérna halda manni inni á vellinum,“ sagði Helena sem á von á því að Mountain West deildin verði mjög sterk þetta árið.
 
,,Við munum spila nokkra risa leiki í non-conference. Þar á meðal eru Oklahoma í Norman, Texas A&M heima og Xavier í Bahamas. Þetta er því gífurlega spennandi og stefnan er sett á Mountain West Championships titilinn og að komast í Sweet 16,“ sagði Helena en Sweet 16 eru 16 liða úrslit NCAA háskóladeildarinnar í Bandaríkjunum þar sem TCU féll út mjög snemma í fyrra.
 
Fréttir
- Auglýsing -