Miðherjinn Stefán Karel Torfason hefur framlengt samning sinn við Snæfell um tvö ár. Þá hefur Jóhann Kristófer Sævarsson einnig skrifað undir áframhaldandi veru í Hólminum. Frá þessu er greint á heimasíðu Snæfells. Á heimasíðu Hólmara segir:
Þegar dömurnar voru búnar með sínar undirskriftir var komið að körlunum. Það voru unglömbin Stefán Karel Torfason og Jóhann Kristófer Sævarsson sem skrifuðu undir áframhaldandi veru í Hólminum. Stefán Karel gerði gott betur og kvittaði undir til tveggja ára. Það eru gríðarlega góð tíðindi því hann er einn af efnilegri leikmönnum Íslands um þessar mundir og mun án efa láta mikið til sín taka á næstunni. Kristófer er enn ungur og mun hlutverk hans stækka með hverjum leiknum. Þetta eru gríðarlega góðar fréttir fyrir félagið.