spot_img
HomeFréttirStarf Isiah Thomas ekki í hættu

Starf Isiah Thomas ekki í hættu

dÞrátt fyrir hvert tapið á fætur öðru þá segir James Dolan eigandi NY Knicks að starf Isiah Thomas sé ekki í hættu. Eftir tap liðsins gegn Philly 76ers nú nýlega bauluðu stuðningsmenn liðsins á liðið og eftir leik ómaði í höllinni "Fire Isiah"  Þrátt fyrir þetta virðist Dolan ætla að halda tryggð sinni við hinn fyrrum snjalla bakvörð Detroit Pistons. "Jim styður Thomas að fullu í sínu starfi, rétt eins og hann studdi Glen Sather á tímabilinu 2003-2004" (Glen var þá þjálfari Íshokkí liðs NY Rangers og var í svipuðum sporum) New York eru í síðasta sæti Atlantshafriðilsins með 32% vinningshlutfall og aðeins Miami Heat eru neðar í Austurdeildinni.

Fréttir
- Auglýsing -