Stanford Cardinal varð í nótt meistari í bandaríska háskólaboltanum með eins stigs sigri á Arizona Wildcats í úrslitaleik Marsfársins, 54-53.
Atkvæðamest fyrir Arizona í leiknum var Aari McDonald með 22 stig, 3 fráköst og 2 stoðsendingar. Hjá Stanford var Haley Jones með 17 stig og 8 fráköst.
Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikurinn einkar spennandi undir lokin, en hér fyrir neðan má sjá brot úr lokakaflanum.
Úrslitaleikur karla fer svo fram í kvöld kl. 01:30 eftir miðnætti þegar að Baylor Bears mæta Gonzaga Bulldogs.
- ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
- Mánuðirinn kostar aðeins 1549 kr.
- Marsfárið er frá 18. Mars til 5. Apríl og þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér https://bit.ly/ESPNKarfan
- Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
- Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
- Skilmálar gilda