Segja má að Laugardalurinn hafi verið stjörnumprýddur í gær því ekki einungis Ed Sheeran sem var með tónleika eða Clint Capela sem lék gegn íslenska landsliðinu. Einnig var NBA þjálfarinn Stan Van Gundy á leik Íslands og Sviss í forkeppni EM 2021.
Van Gundy er staddur hér á landi þar sem hann er aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ sem fer fram nú um helgina. Þar er hann ásamt Ettore Messina.
Stan Van Gundy hefur þjálfað lið Miami Heat, Detroit Pistons og Orlando Magic í NBA deildinni. Hann stýrði liði Magic til úrslitaeinvígis NBA deildarinnar árið 2009 þar sem liðið laut í lægra haldi gegn Los Angeles Lakers.
Stan þjálfaði tvisvar í stjörnuleik NBA deildarinnar auk þess sem hann hefur þjálfað nokkrar stórstjörnur í deildinni. Frægt er þegar hann og Dwight Howard þáverandi leikmaður Orlando Magic lentu saman sem náði ákveðnu hámarki með þessu eftirminnilega viðtali hér.
Karfan hitti Stan Van Gundy á leik Íslands og Sviss í gær og ræddi við hann um íslenskan körfubolta, hvað kom til að hann sé á Íslandi og fleira.
Viðtalið í heild sinni má finna hér að neðan: