spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStálheppnir Stjörnumenn sluppu með tvö stig heim úr Vesturbænum

Stálheppnir Stjörnumenn sluppu með tvö stig heim úr Vesturbænum

Stjarnan lagði KR með minnsta mun mögulegum á Meistaravöllum í kvöld í annarri umferð Bónus deildar karla. Stjarnan hefur því unnið fyrstu tvo leiki sína á tímabilinu á meðan að KR er með einn sigur og eitt tap.

Líkt og lokatölur gefa til kynna var leikurinn nokkuð spennandi. Það voru þó heimamenn í KR sem leiddu lengst af í leiknum og var það í raun ekki fyrr en undir lokin sem Stjarnan náði að komast yfir. Stjarnan hafði þó aldrei leyft heimamönnum að stinga af í leiknum og eftir góðan kafla náðu þeir sjálfir forystunni um stutta hríð um miðbygg þriðja leikhlutans.

Undir lokin er leikurinn algjörlega í járnum og er það að lokum karfa Hilmars Smára Henningssonar sem skilur liðin að, 86-87. Eftir að Hilmar setur lokakörfu leiksins fer KR í sókn þar sem leikmaður þeirra Linards Jaunzems kemst á línuna. Bæði skot hans geiga þó og lýkur leik með eins stigs sigur gestanna, 86-87.

Atkvæðamestur fyrir KR í leiknum var Nimrod Hilliard með 23 stig og 7 stoðsendingar. Honum næstur var Vlatko Granic með 17 stig og 14 fráköst.

Fyrir Stjörnuna var Shaquille Rombley með 22 stig, 12 fráköst og Ægir Þór Steinarsson bætti við 12 stigum og 14 stoðsendingum.

Stjarnan á leik næst heima í Garðabæ þann 17. október gegn Þór á meðan að KR leikur næst degi seinna 18. október gegn Þór.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -