Þrír leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt þar sem Golden State lagði Detroit á útivelli, Utah lagði Denver einnig úti og þá hafði San Antonio Spurs betur gegn Phoenix.
San Antonio 102-91 Phoenix
Tim Duncan fór fyrir liði Spurs með 24 stig og 11 fráköst en hjá Phoenix var Marcin Gortat með 24 stig og 15 fráköst. Sigurganga Spurs á heimavelli heldur því áfram þetta tímabilið.
Denver 96-106 Utha
Paul Millsap var stigahæstur í liði Utha með 26 stig og 12 fráköst. Hjá Denver voru þeir Nene og Danilo Gallinari báðir með 18 stig.
Detroit 91-99 Golden State
David Lee var stigahæstur í liði Golden State með 24 stig og 6 fráköst en hjá Detroit var Greg Monroe með 25 stig og 8 fráköst.