Þrír leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt. San Antonio Spurs og Toronto Raptors tóku 3-2 forystu í rimmum sínum og Houston Rockets minnkaði muninn í 3-2 í seríu sinni gegn Portland.
Kyle Lowry var stigahæsti maður næturinnar með 36 stig fyrir Toronto og var m.a. 6-9 í þristum og einnig með 6 stoðsendingar.
Úrslit næturinnar og staðan í rimmunum:
San Antonio 109-103 Dallas
San Antonio 3-2 Dallas
Toronto 115-113 Brooklyn
Toronto 3-2 Brooklyn
Houston 108-98 Portland
Houston 2-3 Portland
Tilþrif næturinnar:
Mynd/ Kyle Lowry var stigahæsti maður næturinnar