Ellefu leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. San Antonio Spurs tóku á móti LA Lakers í NBA deildinni í nótt á heimavelli sínum AT&T Center í Texas. Lokatölur voru 108-105 Spurs í vil. Tony Parker var stigahæstur í liði Spurs með 24 stig og 6 stoðsendingar og Manu Ginobili kom með 19 stig af bekknum. Hjá Lakers var Kobe Bryant með 27 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar.
Allt benti til þess að sigur Spurs yrði öruggur en Lakers tóku myndarlegt áhlaup á lokasprettinum og minnkuðu muninn í 102-105 eftir að hafa verið næstum 20 stigum undir. Þegar rétt rúmar 40 sekúndur voru til leiksloka mætti Argentínumaðurinn Ginobili með þrist og þar með var björninn unninn, lokatölur 105-108 fyrir Spurs eins og áður segir.
New Orleans Hornets bundu svo enda á fimm leikja sigurgöngu Houston Rockets í nótt, lokatölur 88-79 Hornets í vil þar sem þrír voru jafnir með 17 stig í liði Hornets en James Harden var atkvæðamestur í liði Rockets með 25 stig, 4 fráköst og 3 stoðsendingar.
Tilþrif næturinnar:
Úrslit næturinnar
FINAL
7:00 PM ET
PHI
72
TOR
90
21 | 19 | 21 | 11 |
|
|
|
|
24 | 18 | 29 | 19 |
72 |
90 |
PHI | TOR | |||
---|---|---|---|---|
P | Young | 16 | Johnson | 19 |
R | Hawes | 9 | Johnson | 12 |
A | Turner | 5 | Calderon | 11 |
Game Stat | FG% | 3P% | FT% | REB | TO |
---|---|---|---|---|---|
PHI | 39.2 | 20 | 63.2 |
|