spot_img
HomeFréttirSpurs með sópinn á lofti og unnu Vestrið

Spurs með sópinn á lofti og unnu Vestrið

San Antonio Spurs unnu í nótt Vesturdeildina í NBA er þeir sópuðu Memphis Grizzlies 4-0 inn í sumarið. Fjórði og síðasti leikur þessara liða fór fram í Memphis þar sem lokatölur voru 86-93 fyrir Spurs. Tony Parker gerði 37 stig og gaf 6 stoðsendingar í liði Spurs sem leikur til úrslita í NBA í fyrsta sinn árið 2007 en þá urðu þeir einmitt meistarar.
 
Auk 37 stiga frá Parker var Tim Duncan með 15 stig og 8 fráköst. Hjá Memphis var Quincy Pondexter atkvæðamestur af bekknum með 22 stig en stigahæstur úr byrjunarliði Memphis var Marc Gasol með 14 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar.
 
San Antonio Spurs mæta annað hvort Miami Heat eða Indiana Pacers í úrslitum NBA en staðan í austrinu er 2-1 fyrir Miami eins og sakir standa í dag.
  
Fréttir
- Auglýsing -