San Antonio Spurs eru á siglingu þessa dagana en í nótt vann liðið sinn ellefta deildarsigur í röð þegar Spurs lögðu Orlando Magic 106-97. Manu Ginobili var stigahæstur í liði Spurs með 25 stig og 9 stoðendingar en Dwight Howard landaði tröllatvennu með 26 stig og 18 fráköst. Með sigrinum eru Spurs 12-1 í deildinni og á toppi vesturstrandar en Orlando eru 9-4 í 2. sæti austurstrandarinnar.
Þá unnu Blake ,,ég elska að troða” Griffin og félagar í LA Clippers óvæntan sigur á New Orleans Hornets 99-95. Eric Gordon gerði 27 stig í liði Clippers og Blake Griffin bætti við 24 stigum og 13 fráköstum. Hjá Hornets var David West með 30 stig og 10 fráköst.
Önnur úrslit næturinnar:
Atlanta 76-99 Boston
Miami 77-93 Indiana
Oklahoma 117-107 Minnesota
Houston 116-123 Phoenix
Utan 94-83 Sacramento
Golden State 89-106 Denver