spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSpenntur að fá að takast á við Kjartan Atla

Spenntur að fá að takast á við Kjartan Atla

Njarðvík lagði Stjörnuna í Umhyggjuhöllinni í kvöld í lokaumferð Bónus deildar karla.

Þrátt fyrir sigurinn náði Njarðvík ekki að færast upp fyrir Stjörnuna í lokastöðu töflunnar. Stjarnan endaði í 2. sætinu og mæta ÍR í 8 liða úrslitum úrslitakeppninnar á meðan Njarðvík mun etja kappi við Álftanes.

Hérna er meira um leikinn

Rúnar Ingi þjálfari Njarðvíkurvar ánægður með sína menn þó Njarðvíkingar hafi ekki náð fullnaðarsigri:

Rúnar…góður sigur þó hann svona skilaði eiginlega engu! En kannski ekki síst í ljósi þess að þið lendið 15 stigum undir í leiknum og misstuð svolítið fókusinn undir lok annars leikhluta þá má segja að sigurinn sýni góðan karakter í liðinu?

,,Já, ég er sammála því og að við missum hausinn á kafla þarna í öðrum leikhluta sérstaklega, við vorum að fá á okkur körfur þar sem við vorum að svindla á reglunum okkar. Það sem ég bið mína menn um er að treysta reglunum, ef við fáum á okkur körfur þegar við treystum reglunum þá tek ég það bara á mig en mér finnst leiðinlegt að við séum að gefa alltof opinn þriggja stiga skot sérstaklega fyrir þeirra bestu skotmenn, en ég bað menn um að bara spila körfu. Við vorum að spila körfuboltaleik og við ætluðum að vinna þá í körfubolta en ekki í rifrildum eða tuði og mér fannst við gera miklu betur í seinni hálfleik að halda áfram og ekki leyfa litlu hlutunum í umhverfinu að hafa áhrif á okkur og ég er bara virkilega ánægður með það.

Já akkúrat. Mér fannst stemmningin í leiknum svona síðustu 5 mínúturnar eða svo svolítið skrýtin, sennilega útaf því að það leit út fyrir að þið væruð með þennan leik en þið þurftuð að vinna með 11+ til að komast upp fyrir Stjörnuna….það var auðvitað það sem þið voruð að reyna og kannski pínu súr sigur í ljósi þess að það hafðist ekki að hafa fullnaðarsigur ef svo má segja í kvöld?

,,Þetta er oft svona í þessum síðustu umferðum, það er svolítið fram og til baka og innbyrðispælingar, þú ert ekki bara að pæla í því að vinna leikinn, ef þetta hefði verið deildarleikur hérna í nóvember þá hefði ég bara verið ánægður með að vinna með einu sko! En við erum 11 yfir þegar 90 sekúndur eru eftir en þeir skora þarna tvær svona má lukkukörfur…Ægir þarna með þrist af dripplinu í hraðaupphlaupi sem er bara töffaraskot! Við náðum ekki öðru sætinu en fyrst og fremst er ég bara ánægður með sigurinn og að vinna þessi topp lið í þessum tveimur síðustu leikjum fyrir úrslitakeppnina. Mér finnst það bara sterkt andlega fyrir okkur.

Einmitt, þið komið á siglingu inn í úrslitakeppnina. Getur þú sagt mér hvaða liði þið mætið?

,,Já, við fáum Álftanes þannig að það er áfram Garðabærinn. Ég heyrði eitthvað um það að fólk var að tala um að það verði nú ekki skemmtilegasta serían. En fagurfræðilega séð er þetta nú bara uppáhalds serían mín! Það eru góðir stórir menn og góðir bakverðir í liðunum og ég held að það verði bara gæða körfubolti í þessari seríu. Ég er bara spenntur að fá að takast á við Kjartan Atla og félaga út á Álftanesi.

Eina sem ég hef áhyggjur af fyrir þá seríu er að leikirnir munu kannski fara full mikið fram á vítalínunni…?

,,Það gæti alveg verið!

En við þurfum bara að sætta okkur við það…

,,Stundum er fegurð í því líka, við sjáum alltaf jákvæðu hlutina!

Sagði Rúnar Ingi, sem a.m.k. lofar góðum körfubolta í seríu Njarðvíkinga og Álftnesinga!

Fréttir
- Auglýsing -