23:26
{mosimage}
(Hildur Sigurðardóttir var besti maður vallarins)
KR-ingar unnu góðan sigur á Haukastelpum í Iceland Express-deild kvenna í dag. Liðin mættust á Ásvöllum en þetta var þriðja viðureign þessara liða í vetur. Haukar unnu fyrsta leikinn naumt sem var 1. umferð en KR-ingar unnu síðan á heimavelli þegar liðin mættust næst. KR lék án Monique Martin en hún kom ekki til landsins í dag. Sigur KR-inga var sanngjarn en Haukar náðu að minnka muninn í endann og gera leikinn spennandi. Lokatölur 74-80 fyrir KR.
Varnarleikurinn var í aðalhlutverki hjá báðum liðum til að byrja eins og stigaskorið gaf til kynna. KR-ingar voru þó ávallt skrefi framar og leiddu eftir fyrsa leikhluta 10-20. Annar leikhluti var svipaður þeim fyrri en Haukar náðu að minnka muninn í lok hálfleiksins, hálfleikstölur 32-37.
Seinni hálfleikur var eign KR-inga að síðustu mínútunum undanskildum. KR fór með muninn upp fyrir 20 stig og virtust vera að landa auðveldum sigri þegar Haukastúlkur fóru að negla niður þriggja-stiga körfum. Þær settu fimm slíkar í röð ásamt því að skora körfu og fá vítaskot að auki og minnka muninn í 4 stig, 72-76, þegar 1:33 mínútur voru eftir.
{mosimage}
KR-ingar fóru í sókn og brutu Hauka á Sigrúnu Ámundadóttur sem fékk tvö vítaskot en geigaðu á þeim báðum og Haukar lögðu af stað í sókn en hentu boltanum útaf og um leið gullnu tækifæri til að minnka muninn enn meir.
KR-ingar fóru á ný í sókn og í þetta skiptið var brotið á Hildi Sigurðardóttur en setti annað vítaskotið sitt og munurinn kominn í fimm stig, 72-77. Haukar sóttu að körfunni en Kristrún Sigurjónsdóttir klúðraði opnu sniðskoti og KR hélt þetta út og vann að lokum með sex stigum 74-80.
{mosimage}
Hildur Sigurðardóttir var allt í öllu hjá KR en hún skoraði 27 stig, tók 9 fráköst ásamt því að gefa 8 stoðsendingar. Næst henni var Sigrún Ámundadóttir með 15 stig.
Hjá Haukum var Kristrún Sigurjónsdóttir með 17 stig, Kiera Hardy setti 16 og Unnur Tara Jónsdóttir skoraði 15.
Umfjöllun og myndir: [email protected]
{mosimage}
{mosimage}