21:00
{mosimage}
(Snæfell vann í kvöld sinn fyrsta sigur í Keflavík, Hermanier sækir að körfu Hólmara)
Þá eru leikjum kvöldsins að ljúka og björguðu Fjölnismenn sér frá falli á kostnað Þórs frá Þorlákshöfn.
Fyrr í dag sigruðu Haukastúlkur Grindavík 89-73 og það er því ljóst að í undanúrslitum mætast annarsvegar Haukar og ÍS og hins vegar Keflavík og Grindavík og eiga Haukar og Keflavík heimavallarréttinn.
Í Iceland Express deild karla var spennan gríðarleg í kvöld.
Skallagrímsmenn tóku á móti ÍR og áttu möguleika á að ná 2. sætinu með sigri en þeir töpuðu 87-102 og enda því í 4. sæti deildarinnar en ÍR ingar voru fastir í 7. sætinu fyrir leikinn.
Á Ásvöllum léku Haukar sinn síðasta leik í Iceland Expressdeildinni í bili þegar þeir tóku á móti Hamar/Selfoss og fóru leikar þannig að gestirnir sigruðu 92-72 og Hamar/Selfoss er eins og áður var ljóst í 8. sætinu.
Í Grafarvoginum voru Fjölnismenn að berjast við að bjarga sér frá falli og þeir gerðu allt hvað þeir gátu og sigruðu Tindastóls menn 94-87 og björguðu sér þar með frá falli því á sama tíma vann Njarðvík Þór Þ í Þorlákshöfn 91-86 og þar með féllu Þórsarar.
Grindvíkingar sóttu sigur í Vesturbæinn og unnu þar 96-92 og Snæfell sigraði Keflavík í Keflavík 91-86.
Í úrslitakeppninni sem hefst 15. mars mætast því
Njarðvík – Hamar/Selfoss
KR – ÍR
Snæfell – Keflavík
Skallagrímur – Grindavík
Mynd: www.vf.is