spot_img
HomeFréttirSpennan að magnast

Spennan að magnast

9:56

{mosimage}

Nú er spennan farin að magnast víða um land. Það er í kvöld sem örlögin ráðast, hverjir falla, hverjir bjarga sér, hver verður á heimavelli í 8 liða úrslitum í úrslitakeppni. Fjölnismenn eru á fullu að kynda í Grafarvogsbúum að ætla að fylla Dalhúsin og bjóða upp á mikla dagskrá.

 

Á heimasíðu þeirra stendur: 

Á leiknum verður mikið um dýrðir. Heil hljómsveit verður á staðnum sem mun spila stórksemmtileg lög í upphitun fyrir leik sem og í hálfleik. Stelpurnar munu sjá um andlitsmálningu og Dj-Cut verður á staðnum. Fulltrúar bekkja í grunnskólum munu taka þátt í skotkeppni upp á pizzaveislu og ýmislegt fleira. 

Þá hafa leikmenn liðsins farið í skólana til að hvetja börnin til að mæta

Kareem Johnson og Pálmar Ragnarsson heimsóttu í gær og í dag grunnskóla í Grafarvogi til þess að trekkja að áhorfendur á leikinn. Að þeirra sögn gekk mjög vel og tóku krakkarnir mjög vel á móti þeim félögum er þeir heimsóttu þá í skólastofurnar. Í gær var ferðinni heitið í Rimaskóla þar sem Skarphéðinn gangavörður leiddi strákanna á milli bekkja þar sem þeir dreifðu boðsmiðum á leikinn. Bekkirnir tóku vel í það að mæta saman og margir hverjir tóku smá æfingu í hvatningu með strákunum. Mest fannst þeim spennandi að í hálfleik verður keppni á milli bekkja þar sem að hver bekkur má senda einn fulltrúa til þess að taka þátt í skotkeppni og getur með því unnið pizzaveislu fyrir allann bekkinn.

Í lokin hafa Fjölnismenn svo fundið myndband af leik Snæfells og ÍR þann 10. mars 1991, en það var einmitt úrslitaleikur um fall það árið. Bárður Eyþórsson núverandi þjálfari Fjölnis er þarna leikmaur Snæfells og hann skorar úr vítum í lok leiksins og tryggir þeim sigur og sæti í deildinni árið á eftir. Á þessum tíma lék einnig mikill Fjölnismaður með ÍR, en það er Ragnar Torfason og er hann nr 10 í myndbandinu.

 

 

[email protected] með upplýsingum frá www.fjolnir.is/karfa

 

 

Mynd: Þórdís Björk

 

Fréttir
- Auglýsing -