Núna í febrúar á Ísland sína næstu og jafnframt síðustu tvo leiki undankeppni HM 2023, en fyrst verður leikið á heimavelli gegn Spáni, sem eru ríkjandi heims- og evrópumeistarar, þann 23. febrúar í Laugardalshöllinni og svo ytra í lokaleiknum gegn Georgíu 26. febrúar. Heimaleikurinn fer fram í Laugardalshöll fimmtudaginn 23. febrúar kl. 19:45 og verður í beinni á RÚV.
Miðasala á leikinn gegn Spáni er hafin og fer fram í gegnum smáforritið Stubb.
Spánverjar tilkynntu í gær hvaða 16 leikmenn þeir senda í þennan lokaglugga keppninnar. Ljóst er þarna er ekki á ferðinni sterkasta lið Spáns, en í því eru þó gríðarlega sterkir leikmenn. Allir eru leikmennirnir á mála hjá liðum í ACB deildinni á Spáni nema einn. Þá eru í liðinu tveir nýliðar og tveir sem hafa aðeins leikið einn leik fyrir landsliðið. Um er að ræða nokkuð ungt og reynslulítið lið, þar sem aðeins Alberto Díaz og Joel Parra eru með fleiri en 20 landsleiki í hópnum, en hann er hægt að sjá hér fyrir neðan.
Nafn | Lið | Leikir |
---|---|---|
Francis Alonso | Surne Bilbao Basket | 4 |
Jonathan Barreiro | Unicaja | 10 |
Ferran Bassas | Gran Canaria | 9 |
Pep Busquets | Joventut Badalona | 1 |
Michael Caicedo | Coviran Granada | 0 |
Alberto Díaz | Unicaja | 23 |
Sergi García | Río Breogán | 6 |
Fran Guerra | Lenovo Tenerife | 12 |
Rubén Guerrero | Monbus Obradoiro | 8 |
Juan Núñez | Ratiopharm Ulm | 5 |
Joel Parra | Joventut Badalona | 24 |
Tyson Pérez | Real Betis Baloncesto | 2 |
Miquel Salvó | Gran Canaria | 5 |
Jaume Sorolla | Bàsquet Girona | 0 |
Edgar Vicedo | Monbus Obradoiro | 7 |
Eric Vila | Bàsquet Girona | 1 |
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil