Tveir aðrir leikir fóru fram í riðil Íslands í undankeppni HM 2023 í dag.
Í þeim fyrri hafði Úkraína betur gegn Hollandi, 77-96 og í þeim seinni rétt marði Spánn lið Ítalíu, 84-88.
Spánn er því eftir leiki dagsins í efsta sæti riðilsins, Ítalía öðru og Georgía, á innbyrðisviðureign, skör ofar en Ísland, en með sama stigafjölda í þriðja sætinu. Ljóst er að lokasprettur keppninnar getur orðið æsispennandi, þar sem aðeins þrír leikir eru til stefnu.
Leikirnir sem eftir eru hjá Íslandi og Georgíu eru:
Ísland
Úkraína úti 14. nóvember
Spánn heima 23. febrúar
Georgía úti 26. febrúar
Georgía
Ítalía heima 14. febrúar
Holland úti 23. febrúar
Ísland heima 26. febrúar
Umfjöllun Körfunnar um íslensku landsliðin er kostuð af Lykil