Líkt og síðustu tímabil setti Karfan upp spá fyrir deildarkeppnina í efstu deildum þar sem sérfræðingar og pennar Karfan.is settu sig í spámannssætið og stóðu sig með ágætum.
Spámenn Körfunnar voru ekki svo fjarri lagi í 1. deild kvenna. Þeir voru með efsta sætið rétt en Njarðvík varð deildarmeistari. Næstu tvö sæti voru rétt en í rangri röð. Fjölnir b og Ármann voru hástökkvarar tímabilsins en liðunum var spáð neðstu tveimur sætum. Á sama tíma olli Tindastóll mestum vonbrigðum en munurinn var fjögur sæti.
Spánna og lokastöðuna má finna hér að neðan:
Spáin:
- Njarðvík – 8.4
- Grindavík – 7.93
- ÍR – 6.8
- Tindastóll – 5.93
- Hamar/Þór – 4.2
- Stjarnan – 3.93
- Vestri – 2.87
- Ármann – 2.60
- Fjölnir B – 2.33
Lokastaða og sætamunur frá spánni:
- Njarðvík (-)
- ÍR (+1)
- Grindavík (-1)
- Fjölnir B (+5)
- Ármann (+3)
- Hamar/Þór (-1)
- Stjarnan (-1)
- Tindastóll (-4)
- Vestri (-2)