Úrslitakeppni NBA 2016 átta liða úrslit (frh.)
Þá eru það mín spá fyrir 4 liða úrslit austurdeildar en það varð ljóst í nótt hverjir mætast þar eftir tvo oddaleiki.
Í 16 liða úrslitaspánni minni var ég með tvö lið af fjórum (50%) sem komust áfram rétt austanmegin en Atlanta Hawks sigraði Boston Celtics í sex leikjum (ég spáði Boston Celtics í sex leikjum) og Miami Heat vann Charlotte Hornets í sjö leikja seríu þar sem Hornets komust 2-3 yfir (ég spáði Hornets í sex leikjum). Vonandi verð ég getspakari í 4-liða úrslitum! Toronto vann Indiana í spennandi viðureign sem fór í sjö leiki og Cleveland Cavaliers vann Detroit í fjórum leikjum. Það verða því Cleveland gegn Atlanta og Toronto gegn Miami sem mætast í 4 liða úrslitum Austurdeildar.
Cleveland Cavaliers – Atlanta Hawks
LeBron James, Kevin Love og Kyrie Irving virðast loks vera farnir að ná að spila saman og áttu virkilega góða seríu gegn Detroit og það verður athyglisvert að sjá hvort framlag þeirra verði árfam jafn gott gegn Atlanta. LeBron James er að sjálfsögðu leikmaðurinn sem Atlanta verður að stöðva enda ennþá einn af bestu leikmönnum deildarinnar (þótt einhverjar raddir heyrist um annað) og ekki ólíklegt að ef til þess kemur þá muni hann draga vagninn þegar á þarf að halda. Kevin Love virðist loksins vera farinn að “finna sig” hjá Cleveland og Kyrie Irving getur spilað “einn á einn” gegn hverjum sem er. Líkast til verða tveir af þessum þremur alltaf inná í leikjunum og þá koma til “aukaleikararnir” eins og J. R. Smith sem getur hitt úr hvaða skoti sem er (en reyndar klikkað á þeim líka) og teygt á vörn andstæðinganna og opnað teyginn og þegar Tristan Thompson var inná ásamt Love tók Cleveland meira en 30% prósent af sóknarfráköstum liðsins gegn Atlanta í vetur (Cleveland vann allar þrjár viðureignirnar). Cleveland liðið er farið að spila hraðar eftir að Blatter var látinn fara og Lue tók við og liðið getur látið boltann ganga gegn vörn Atlanta og fundið opið skot þegar Atlanta leikmenn táka áhættu í vörninni. Atlanta liðið vann Boston Celtics í sex leikjum og vann fjórða sigruinn í Boston sem hafði aldrei gerst áður (að Atlanta ynni seríu í Boston). Atlanta náði að stöðva vængbrotið lið Boston með áhættusamri vörn þar sem Boston menn voru skildir eftir opnir fyrir utan teig en leiðin að körfunni gjörsamlega lokað. Þessi áhætta virkaði gegn Boston en það er spurning hvort hún geri það gegn Cleveland. Jeff Teague, Al Horford, Kyle Korver, Paul Millsap og Kent Bazemore eru allir leikmenn sem geta leitt liðið í sitgaskori ásamt Dennis Schroeder en það er einmitt liðsheildin sem er stóra málið hjá Hawks. Sóknarleikurinn getur verið frekar hægur og skotklukkan nýtt á köflum til hins ýtrasta sem getur leitt til óþolinmæði hjá andstæðingunum sem getur aftur leitt af sér lélegri skot og skotnýtingu hinum megin. Atlanta er eitt fárra liða sem virðist ná að hægja á Cleveland liðinu og takist þeim vel upp í því auk þess að ná að trufla sendingar og leiða til tapaðra bolta á liðið góðan möguleika gegn Cleveland. Liðið á þó ekki neinn einn mann til varnar LeBron en getur látið hann finna fyrir mismunandi mönnum, Sefolosha, Bazemore og Millsap munu eflaust allir reyna að stöðva “kónginn” en það er spurning hvernig tekst til. Í lok dagsins þá ræður Atlanta ekki við LeBron James og því tel ég allar líkur á að Cleveland vinni þessa viðureign.
Mín spá Cleveland Cavaliers 4 – Atlanta Hawks 2
Toronto Raptors – Miami Heat
Hér getur orðið um athyglisverða viðureign að ræða. Toronto komst áfram úr fyrstu umferð úrslitanna í fyrsta skipti síðan 2001 er liðið lagði Paul George og félaga í Indiana og Miami rétt slapp gegn Charlotte Hornets í sjö leikjum þótt Miami hafi átt seinni hálfleikinn í síðasta leiknum! Kristalskúlan mín vill ekkert segja mér til um hvort liðið vinnur og því verð ég að “giska á” hvernig fer! Toronto átti í mestu vandræðum með Indiana Pacers og sigraði að lokum í sjöunda leik í Toronto og voru að mínu mati ekki sannfærandi. Miami Heat var heppið að tapa ekki í sjötta leiknum í Charlotte gegn Hornets sýndi svo þvílíkan stjörnuleik á heimavelli í lokaleiknum að annað eins hefur ekki sést í austurdeildinni í vetur! Raptors hafa treyst að DeMar DeRozan og Kyle Lowry í vetur en Lowry náði sér ekki á strik í leikjunum á móti Indiana, enda verið að jafna sig eftir einhver olnboga meiðsli. DeRozan var líka í vandræðum í seríunni en náði að rífa sig upp í lokaleiknum. DeRozan og Lowry verða að bæta skotnýtinguna úr fyrstu umferðinni eigi Toronto að eiga möguleika í seríunni en Raptors vann þrjá af fjórum leikjum liðanna í vetur og þar var DeRozan með tæp 30 stig að meðaltali. Miðherjinn Jonas Valanciunas átti frábæra leiki gegn Pacers og var með tvöfalda tvennu að meðaltali og tók fimm sóknarfráköst per leik! Hann verður að halda uppteknum hætti þótt það verði erfitt gegn Hassan Whiteside í liði Heat. Meðal annarra leikmanna Toronto sem verða að stíga upp eru DeMarr Carroll, Terrence Ross og Cory Joseph en allir þessir leikmenn geta átt stóran þátt í því að vörn Toronto ráði við leikmenn Heat. Ef þyrfti á auka hvatningu fyrir Miami til að vinna seríu þá er það að mæta LeBron og Cleveland í næstu umferð! Dwyane Wade er örugglega búinn að velta þeim möguleika fyrir sér það er nokkuð víst. Heat liðið þurfti að breyta um leikstíl í kjölfar þess að missa Chris Bosh vegna veikinda í vetur og hefur leikur liðsins orðið hraðari (og sumir segja skemmtilegri!). Leikmenn eins og Goran Dagic og Louol Deng hafa fengið endurnýjun lífdaga í hraðari leik liðsins og liðið náði í Joe Johnson frá Brooklyn, en þar fer leikmaður sem getur skorað að vild (en líka klikkað á köflum) og gefur aukna (sóknar) möguleika í lok leikja. Hassan Whiteside hefur haldið áfram að bæta sig sóknarlega og er enn sama varnarskrímslið (n.b. hann er á lokaári samnings!) það verður athyglisvert að sjá hvort honum takist að halda sig frá villuvandræðum svo hans njóti nógu lengi við til að hafa áhrif á leikinn! Dwyane Wade er náttúrulega stjarna liðsins og ennþá frábær leikmaður og í vetur er búið að “hvíla” hann vitsamlega í bæði með því að sleppa honum við nokkra leiki (m. a. einn tapleik gegn Toronto) og fylgjast vel með mínútum í hverjum leik. Það er erfitt að spá hvernig þetta einvígi fer og ég er búinn að skipta um það bil 12 sinnum um skoðun á meðan ég skrifaði þessar hugleiðingar!
Mín spá Toronto Raptors 2 – Miami Heat 4
Samkvæmt minni spá þá mætast Cleveland Cavaliers og Miami Heat í úrslitum Austurdeildarinnar