spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaSpá Körfunnar fyrir fyrstu deild kvenna - Njarðvík sigrar deildina örugglega

Spá Körfunnar fyrir fyrstu deild kvenna – Njarðvík sigrar deildina örugglega

Árleg spá Körfunnar fyrir fyrstu deild kvenna er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem verið hafa í eða í kringum deildina.

Fyrsti leikur deildarinnar er annað kvöld þegar að Ármann tekur á móti Hamar/Þór kl. 18:45 í Laugardalshöllinni, en hin lið deildarinnar fara svo af stað þann 23. og 26. næstkomandi

Sé litið til þeirra stiga sem lið Njarðvíkur fær þetta árið eru þær nokkuð örugglega í efsta sæti í spánni. Í fyrstu deildinni eru spiluð undanúrslit fjögurra efstu liðanna og svo úrslit um sæti í Dominos deildinni á milli sigurvegara þeirra einvígja. Miðað við þessa spá fyrir tímabilið ættu Grindavík, ÍR og Tindastóll einnig að vera nokkuð örugg með sín sæti í þeirri úrslitakeppni.

Nokkuð fall er svo niður í Hamar/Þór og Stjörnuna, sem spáð er í 5. og 6. sætið. Þar fyrir neðan er svo aftur nokkur munur á liðunum sem spáð er í 7.-9. sætið.

Samkvæmt þessu ætti deildin því að vera þrískipt, þar sem liðin í 1.-4., 5.-6 og 7.-9. munu raða sér í sætin í vetur.

Hér fyrir neðan er hægt að sjá spá sérfræðinga Körfunnar og þau stig sem liðin fengu í útreikningum:

  1. Njarðvík – 8.4
  2. Grindavík – 7.93
  3. ÍR – 6.8
  4. Tindastóll – 5.93
  5. Hamar/Þór – 4.2
  6. Stjarnan – 3.93
  7. Vestri – 2.87
  8. Ármann – 2.60
  9. Fjölnir B – 2.33
Fréttir
- Auglýsing -