spot_img
HomeBónus deildinBónus deild kvennaSpá fyrir Dominos deild kvenna - 7. sæti: Breiðablik

Spá fyrir Dominos deild kvenna – 7. sæti: Breiðablik

Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deildirnar er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem leikið hafa í Dominos deildunum eða þekkja vel til. Það styttist óðum í að Dominos deildin hefjist og því við hæfi að byrja að telja niður með því að spá í spilin.

Spáin heldur áfram og næst er það 7. sætið sem mun bjarga sér frá falli.

7. sæti – Breiðablik

Liðið sem féll á síðustu leiktíð fékk óvænt sæti í Dominos deildinni á ný eftir að Stjarnan dróg liðið úr leik. Blikar tóku sætið á ný en misstu þó sterka leikmenn snemma í sumar. Það var mikill stígandi í liðinu á síðasta tímabili og vann liðið nokkra leiki á lokasprettinum en það dugði ekki til. Fyrrum landsliðsþjálfarinn Ívar Ásgrímsson er nú þjálfari liðsins sem mun án efa bæta liðið í vetur.

Komnar og farnar:

Komnar:

Ívar Ásgrímsson frá Haukum (þjálfari)

Violet Morrow frá Eastern Washington (USA)

Fanney Lind Thomas frá Skallagrím

Farnar:

Ragnheiður Björk Einarsdóttir í California Baptist háskólann

Sóllilja Bjarnadóttir í KR

Florencia Palacios óljóst

Ivory Crawford óljóst

Sanja Orazovic til KR

Kelly Faris til New York Liberty (WNBA)null

Mikilvægasti leikmaður:

Leikstjórnandinn Björk Gunnarsdóttir þarf að eiga frábært tímabil til að Blikar nái að halda sæti sínu. Hún bætt sig á síðustu leiktíð og þá sérstaklega er varðar stigaskorun. Leikmaður sem þarf að taka næsta skref á ferli sínum, ekki bara vera efnileg lengur heldur góð.

Fylgist með

Þórdís Jóna Kristjánsdóttir endaði síðasta tímabil með glans og var stór hluti af því að liðinu gekk svo vel í lokaumferðinni. Þarf einnig að taka næsta skref sem leikmaður og sýna stöðugleika í leik sínum.

Þakið:

Ívar nær öllu útúr leikmönnum sínum og liðið nær í nokkra góða sigra. 6. sætið væri þá ásættanlegur árangur og bjarga sér örugglega frá falli.

Gólfið:

Blikar falla annað árið í röð þar sem liðið nær ekki saman og úrslitin falla ekki með þeim.

Spá Körfunnar fyrir Dominos deild kvenna 2019/2020

  1. _________________
  2. _________________
  3. _________________
  4. _________________
  5. _________________
  6. _________________
  7. Breiðablik
  8. Skallagrímur
Fréttir
- Auglýsing -