Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deildirnar er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem leikið hafa í Dominos deildunum eða þekkja vel til. Það styttist óðum í að Dominos deildin hefjist og því við hæfi að byrja að telja niður með því að spá í spilin.
Spáin heldur áfram og næst er það liðið sem rétt missir af úrslitakeppni, 5. sæti.
5. sæti – Snæfell
Hólmarar mæta enn á ný öflugar til leiks en liðið átti heilt yfir ágætt tímabil í fyrra. Liðið ætlar sér væntanlega aftur í úrslitakeppni. Líkt og í fyrra stendur og fellur liðið nokkuð með erlendum leikmönnum en Kristen McCarthy er að díla við meiðsli og verður að öllum líkindum lítið með í vetur. Hólmarar þurfa að fjölmenna í nýju sætin í stúkunni í Fjárhúsinu til að liðið nái ofar í deildinni.
Komnar og farnar:
Komnar:
Chandler Smith frá Gonzaga
Veera Pirttinen frá Þýskalandi
Rósa Kristín Indriðadóttur byrjuð aftur
Emeše Vida frá ZKK Bor (Serbía)
Gunnlaugur Smárason (þjálfari)
Farnar:
Baldur Þorleifsson (þjálfari)
Katarina Matijevic óljóst
Angelika Kowalska óljóst
Andrea Björt Ólafsdóttir til Fjölnis
Inga Rósa Jónsdóttir til Skallagríms
Mikilvægasti leikmaður:
Það verður mikilvægt fyrir Snæfell að Gunnhildur Gunnarsdóttir komist almennilega í gang á ný. Drífur liðið áfram bæði utan og innan vallar auk þess að vera þekkt stærð körfuboltalega séð.
Fylgist með
Tinna Guðrún Alexandersdóttir var í U16 landsliði Íslands í sumar og gæti fengið nokkrar mínútur í vetur hjá Snæfell. Baráttuglaður leikmaður sem setti mest 7 stig gegn Breiðablik í fyrra.
Þakið:
Nýju sætin í Fjárhúsinu eru þægileg, hólmarar fjölmenna og styðja sitt lið. Systurnar eiga sitt besta tímabil í langan tíma og liðið endar í þriðja sæti.
Gólfið:
Meiðsli og stemmningsleysi verða yfirvofandi í Hólminum, enda í 7. sæti.
Spá Körfunnar fyrir Dominos deild kvenna 2019/2020
- _________________
- _________________
- _________________
- _________________
- Snæfell
- Grindavík
- Breiðablik
- Skallagrímur