Árleg spá Körfunnar fyrir Dominos deildirnar er nú klár en sérstakir sérfræðingar Körfunnar settu saman spánna. Sérfræðingarnir eru pennar Körfunnar, leikmenn og þjálfarar sem leikið hafa í Dominos deildunum eða þekkja vel til. Það styttist óðum í að Dominos deildin hefjist og því við hæfi að byrja að telja niður með því að spá í spilin.
Spáin heldur áfram og næst er það liðið sem rétt nær inn í undanúrslitin, 4. sætið.
4. sæti – Haukar
Eftir nokkuð brösugt tímabil í fyrra má búast við að Haukar í Hafnarfirði nái vopnum sínum aftur á komandi tímabili. Með gríðarlega sterkan kjarna uppaldra leikmanna sem að hafa leikið saman í einhvern tíma og góðan þjálfara sem er nú á sínu öðru tímabili með liðið, til alls líklegar. Bæta við sig Lovísu Björt Henningsdóttur, sem síðustu ár hefur verið í bandaríska háskólaboltanum og fá Auði Írisi Ólafsdóttur aftur heim. Haukar eru ekki líklegir til þess að blanda sér í slag um toppsætin, en verða alveg örugglega með í úrslitakeppninni.
Komnar:
Brooke Wallace frá Kentucky State (USA)
Lovísa Björt Henningsdóttir frá Marist (USA)
Auður Íris Ólafsdóttir frá Stjörnunni
Farnar:
Lele Hardy óljóst
Mikilvægasti leikmaður:
Þóra Kristín Jónsdóttir verður mikilvægasti leikmaður Hauka í vetur. Einn besti leikstjórnandi landsins um þessar mundir. Skilaði 13 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum að meðaltali í leik í fyrra. Aðeins einn íslenskur leikmaður í allri deildinni framlagshærri en hún í fyrra, það var Helena Sverrisdóttir.
Fylgist með
Eva Margrét Kristjánsdóttir lék vel með Haukum á síðasta tímabili. Skilaði 10 stigum, 5 fráköstum og 2 stoðsendingum að meðaltali í 28 leikjum. Búumst við því hún byggi ofaná það í vetur.
Þakið:
Með rífandi stemmingu í nýrri höll og að erlendir leikmenn, sem og Lovísa spili vonum framar, getum við séð Hauka taka þriðja sætið í deildinni.
Gólfið:
Ef allt fer til fjandans, þá er til veruleiki þar sem að Haukar eru í sjötta sætinu, mögulega, ekki nálægt undanúrslitunum.
Spá Körfunnar fyrir Dominos deild kvenna 2019/2020
- _________________
- _________________
- _________________
- Haukar
- Snæfell
- Grindavík
- Breiðablik
- Skallagrímur