Nú í hádeginu var opinberuð spá formanna, þjálfara og fyrirliða félaga í fyrstu deild karla fyrir komandi tímabil. Þá var einnig kynnt spá fjölmiðla.
Báðar spár er hægt að sjá hér fyrir neðan, en líkt og sjá má ber forsvarsmönnum liða og fjölmiðlum saman um efstu þrjú lið deildarinnar, þar sem að Breiðablik er talið fara beint upp og Hamar og Álftanes byrja á heimavelli í úrslitakeppni. Í fjórða og fimmta sætinu eru svo annarsvegar Vestri og Fjölnir, hinsvegar Skallagrímur og Fjölnir.
Spá liðanna sjálfra · 1. deild karla:
- Breiðablik 267 stig
- Hamar 259 stig
- Álftanes 197 stig
- Vestri 185 stig
- Fjölnir 151 stig
- Sindri 150 stig
- Skallagrímur 129 stig
- Selfoss 107 stig
- Hrunamenn 103 stig
- Snæfell 47 stig
Spá fjölmiðla · 1. deild karla:
- Breiðablik 72 stig
- Hamar 72 stig
- Álftanes 59 stig
- Skallagrímur 55 stig
- Fjölnir 54 stig
- Selfoss 36 stig
- Vestri 34 stig
- Sindri 25 stig
- Hrunamenn 22 stig
- Snæfell 14 stig