spot_img
HomeFréttirSonur Danny Shouse á Skagann

Sonur Danny Shouse á Skagann

 

Skagamenn hafa nú þegar hafið vetrarstarf sitt og Jón Þór Þórðarson hefur veirð ráðinn þjálfari meistaraflokks og einnig sem yfirþjálfari yngriflokka. Jón Þór á að baki yfir 250 leiki með mfl. ÍA auk þess að hafa komið að þjálfun yngriflokka í gegnum árin. Honum til aðstoðar verður Stefán Jóhann Hreinsson sem lék á árum með Tindastól og Þór Akureyri, auk þess sem hann hefur komið töluvert að þjálfun. Mikil gróska er í yngriflokkastarfi félagsins og iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt.

 

Í meistaraflokki er lagt er upp með svipaðan leikmanna kjarna og var á síðustu leiktíð, væntanlegur til liðsins er erlendur leikmaður að nafni Derek Dan Shouse. Þar er á ferð 22 ára bakvörður sem er um 185 cm á hæð og getur leyst bæði stöðu leikstjórnanda og skotbakvarðar, Derek er að stíga sín fyrstu spor sem atvinnumaður en til gamans má geta að hann er sonur Danny Shouse sem gerði garðinn frægan með Njarðvík og Ármann hér á árum áður. Vonir standa til að Derek geti hjálpað liðinu með skorun utan af velli en þó eru ekki væntingar um að hann skori 100 stig í leik líkt og faðir hans gerði.  

Fréttir
- Auglýsing -