Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners unnu í gær góðan endurkomusigur á Ave Maria Gyrenes í bandaríska háskólaboltanum, 78-59. Það sem af er tímabili hafa Mariners unnið 5 leiki og tapað 3.
Á 33 mínútum spiluðum skilaði Sólrún 17 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum, en hún setti niður 5 þriggja stiga skot í leiknum.
Næst mæta Mariners liði Georgia Southern komandi laugardag 12. desember.