spot_img
HomeFréttirSólrún Inga og Mariners lögðu Ave Maria University

Sólrún Inga og Mariners lögðu Ave Maria University

Sólrún Inga Gísladóttir og Coastal Georgia Mariners unnu í kvöld lið Ave Maria University í bandaríska háskólaboltanum, 91-55. Mariners eftir leikinn búnar að vinna 8 leiki en tapa 6 það sem af er tímabili.

Sólrún Inga lék 28 mínútur í leik kvöldsins. Á þeim skilaði hún 4 stigum, frákasti, 3 stoðsendingum og stolnum bolta. Næsti leikur Mariners er komandi laugardag 30. janúar gegn Keiser University.

Tölfræði leiks

Fréttir
- Auglýsing -